Hey, you look like you might be our new  Support Team Lead

Support

Reykjavik, Iceland

Full-time

Hefur þú reynslu af því að stjórna fólki í þjónustustörfum? Áttu auðvelt með að leiðbeina og hvetja og hefurðu áhuga á að greina árangur til að þróa og bæta þjónustu? Hljómar það eins og ævintýri að leiða þjónustuteymi í einu af hraðast vaxandi tæknifyrirtækjum Evrópu? Ef svarið er já, hafðu samband!

Við erum semsagt búin að skjóta upp þessari rakettu sem við köllum Wolt. Ætlunarverkið er að nýta tæknina til að létta fólki lífið í borgum og bæjum. Við byrjuðum í Finnlandi árið 2014 og með því að einblína á upplifun viðskiptavina höfum við náð fótfestu í 25 löndum. Þó við séum þekktust fyrir að skutla máltíðum til fólks erum við staðföst í því að byggja upp “allsherjar” app þar sem fólk getur pantað næstum því hvað sem er í sínu þéttbýli og fengið það sent heim að dyrum með hraði. Þó við höfum vaxið margfalt á örfáum árum erum við enn bara rétt að byrja.

Ísland tók fagnandi á móti Wolt í Maí 2023 og við þjónustum þegar 70% þjóðarinnar, um allt höfuðborgarsvæðið og í Reykjanesbæ, en fleiri svæði munu bætast við áður en langt um líður.

Þjónustuteymin okkar eru límið sem heldur öllu saman. Við tryggjum að flæðið milli viðskiptavina, veitingastaða, verslana og sendla gangi vandræðalaust fyrir sig. Það er þó ekki eina markmiðið - þjónustuverið gegnir stærra hlutverki en það hjá okkur. Við elskum að gleðja viðskiptavini og fara fram úr væntingum, svo við lítum á þjónustuverið sem lykil að frábærri upplifun.

Sem þjónustustjóri munt þú leiða íslenska þjónustuteymið í samstarfi við íslenska starfshópinn og þjónustusvið Wolt í Noregi. Þitt markmið verður meðal annars að hvetja til dáða og byggja upp þjónustumiðaðan anda í íslenska þjónustuverinu.

Það sem þú munt gera

  • Þjálfa og stjórna fólki: Þú munt leiða lítið teymi af þjónustufulltrúum og læra mjög margt á skömmum tíma. Andinn er léttur og takturinn hraður, svo þú munt fljótlega komast upp á lagið með að styðja og valdefla fulltrúana til dáða. Árangursviðmið verða þitt annað tungumál, þú munt passa upp á að við náum markmiðum um gæði og hraða, og veita teyminu tíða endurgjöf.
  • Stjórna starfseminni: Þú stjórnar vinnu hópsins, setur stefnuna og umgjörðina í samstarfi við þjónustusviðið. Á meðan starfsemin vex og dafnar leitar þú leiða til að hámarka afköst og sérð til þess að sendlar, veitingastaðir og verslanir fái þá þjónustu sem þau verðskulda. Til þess að það takist þjálfarðu og endurþjálfar starfsfólk, styður við bakið á þeim og byggir upp getu þeirra til að sinna störfum sínum af öryggi og sjálfstæði.
  • Leiða með góðu fordæmi: Hjá Wolt er þjónustustarfsfólk meðvitað um það hversu mikilvæg samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila eru, og að þau einskorðast ekki við það að leysa vandamál. Þú munt leiða með góðu fordæmi, taka þátt í daglegum verkefnum þjónustuversins, sýna hvernig við skörum fram úr og komum skemmtilega á óvart. Þú setur markmið fyrir bæði þig og teymið, nærð þeim svo snilldarlega og bætir um betur.
  • Taka ákvarðanir út frá gögnum: Þú munt leita að mynstrum, trendum og vísbendingum í gögnum um starfsemina. Um leið og þú kemur auga á tækifæri til umbóta nýtirðu gögnin til að gera breytingar og fylgjast með áhrifum þeirra. Dustaðu rykið af excel þekkingunni, við vinnum mikið með innsæi í bland við gögn!
  • Þátttaka í stefnumótun: Þú munt þróa leiðir til að bæta upplifun og ánægju viðskiptavina til að byggja tryggð og velvild. Þar sem þú verður sérfræðingur í öllum þjónustukerfum og tólum okkar munt þú vinna með öðrum teymum og sviðum að því að mæta þörfum viðskiptavina og samstarfsaðila á betri, skjótari og árangursríkari hátt.
  • Byggja og bæta: við erum alltaf að þroskast og breytast svo þú munt leggja þitt af mörkum til að tryggja að allt gangi velf yrir sig bak við tjöldin. Meðal annars ráðningar, starfsþróun og árangursmælingar.
  • Halda öllu gangandi: áfram gakk!

 

Our humble expectations

  • Mikil færni í íslensku- og ensku. Þú þarft að geta talað og skrifað bæði tungumál hratt og vel, eiga auðvelt með skýra og hnitmiðaða tjáningu og geta talað þau til skiptis bæði innan fyrirtækisins og í þjónustuhlutverkinu.
  • Reynsla af því að stjórna fólki og þjónusta viðskiptavini í hröðu umhverfi. Það hjálpar ef þú eflist við að hjálpa og hvetja teymið til nýrra hæða og hefur náð góðum árangri í því að byggja upp liðsanda
  • Skipulagshæfni og gagnalæsi. Þú elskar að gramsa í gögnum, gera uppgötvanir og nýta þær til aðgerða. Svo auðvitað kanntu að nýta tölfræðina til að fylgjast með og ná mælanlegum viðmiðum.
  • Áhugi á þjónustu og fólki. Þér finnst gaman að eiga samtöl við fólk og færð kikk út úr því að veita framúrskarandi þjónustu.
  • Kraftmikil nærvera, lausnamiðuð hugsun og dugnaður. Þér finnst tilhugsunin um hraðann í öllu flæðinu spennandi og mundir elska að fá að bretta upp ermar og taka þátt í öllu havaríinu með þjónustufulltrúunum á milli þess sem þú horfir á tölur eða planar vaktir.
  • Tæknitröll frá náttúrunnar hendi mun ná hraðari árangri svo það er æskilegt að þú eigir auðvelt með að læra á ný kerfi og kunnir nú þegar vel á allt það helsta í tækninni sem notuð er dags daglega
  • Úrræðasemi og skapandi hugsun kemur sér vel þegar það þarf að taka skjótar ákvarðanir og búa til nýjar lausnir á hlaupum. Ef þú getur leyst málin af öryggi í hita leiksins, jafnvel þegar þarf að taka tillit til margra hliða og flækjustigs, þá ertu strax með forskot

Next steps

Ef þetta hljómar allt saman vel, fylltu þá út umsóknarformið og tölum saman!

Athugið að við tökum eingöngu við starfsumsóknum í gegnum umsóknarformið, ekki í gegnum tölvupóst eða á staðnum.

 

Apply now

Basic information

Attachments

You're welcome to send us supporting docs, e.g. a resume and a cover letter. Please only submit PDF files.

    Product: Juan, Data - portrait
    Portrait - pink background.jpg
    Portrait - green background.jpg
    Portrait - purple background.jpg
    Portrait - blue background.jpg
    Portrait.- neutral background.jpg
    Portrait - purple background.jpg
    Product: Juan, Data - portrait
    Portrait - pink background.jpg
    Portrait - green background.jpg
    Portrait - purple background.jpg
    Portrait - blue background.jpg
    Portrait.- neutral background.jpg
    Portrait - purple background.jpg